Bandarísk yfirvöld heimila "staking" fyrir rafmyntasjóði
Nýjar reglur frá bandaríska skattinum gjörbreyta leiknum. Við greinum hvernig þetta opnar fyrir „staking“ ávöxtun í bandarískum rafmyntasjóðum og jafnar stöðuna við Evrópu.
Bandarísk yfirvöld hafa gefið út nýjar leiðbeiningar sem skapa skýran ramma fyrir rafmyntasjóði (ETPs), þar á meðal kauphallarsjóði, til að nýta “staking” á undirliggjandi rafmyntum.
En hvað er ”staking”? Í grunninn má segja að “staking” sé leið fyrir þá sem eiga rafmyntir, eins og Ethereum eða Solana, til að taka þátt í rekstri netsins og fá fyrir það umbun. Þegar þú “stake-ar” myntirnar þínar ertu í raun að leggja þær inn í netið til að hjálpa til við að staðfesta færslur og tryggja öryggi þess. Á meðan myntirnar þínar eru læstar á netinu færðu greidda ávöxtun, svipað og þegar þú færð vexti á sparireikningi. Þetta kallast “innbyggð ávöxtun” netsins (e. native yield).
Nýju “öryggisreglurnar” (e. safe harbor) frá bandaríska skattinum (IRS) og fjármála-ráðuneytinu (RP-25-31) eyða þeirri skattalegu og lagalegu óvissu sem hefur hingað til komið í veg fyrir að útgefendur bjóði afurðir sem gefa af sér ávöxtun. Þessi breyting gerir kleift að miðla “staking” hagnaði beint til fjárfesta, sem gjörbreytir vöruúrvali á markaði.

Þessi þróun gjörbreytir stöðunni, sérstaklega fyrir Ethereum og Solana kauphallarsjóði. Fyrstu Ether-sjóðirnir í Bandaríkjunum buðu ekki upp á “staking”, sem olli fjárfestum verulegu ávöxtunartapi þar sem þeir misstu af innbyggðu ávöxtun netsins (e. native yield). Þessar nýju leiðbeiningar jafna samkeppnisstöðuna við þroskaðri evrópska sjóði, sem hafa lengi boðið upp á “staking”. Þetta leysir stærsta samkeppnisvanda bandarísku sjóðanna.

Með því að skapa skýran og löggiltan ramma opnar þessi ákvörðun fyrir næstu kynslóð rafmyntaafurða í Bandaríkjunum. Hún gefur stórum útgefendum grænt ljós á að bjóða ávöxtunarafurðir, sem eru mun meira aðlaðandi fyrir breiðari hóp fagfjárfesta og almennra fjárfesta. Þetta festir “staking” í sessi í regluvæddu vistkerfi rafmynta í Bandaríkjunum.



