Fjárfestingar í innviðum gervigreindar
Fjárfestingar í gervigreind eru að færast í auknu mæli yfir í innviði og orkuframleiðslu.
Ben Powell hjá BlackRock hefur lýst ákveðinni stefnubreytingu í fjárfestingarlandslagi gervigreindar. Hann bendir á að fjárfestingar í innviðum gervigreindar sé að stóraukast og langt frá því að ná toppi. Stærsti eignastýringaraðili heims sér nú fram á mikil tækifæri í hinum efnislegu innviðum, vélbúnaði, orku og hrávörum, frekar en hjá tæknifyrirtækjum sem þróa sjálf líkönin.
Tæknifyrirtæki heyja nú harða baráttu um besta gervigreindarlíkanið, en óvíst er hver stendur uppi sem sigurvegari og samkeppnin hefur sjaldan verið harðari. Nýlegt líkan frá Google, Gemini 3, hefur sótt mjög á ríkjandi leiðtoga í geiranum, ChatGTP frá OpenAI. Hins vegar krefst þessi uppbygging gríðarlegs magn af reiknigetu og raforku. Tæknirisarnir (e. hyperscalers) vinna nú að því að sækja sér aukið fjármagn á markaði, ekki til að ráða forritara, heldur til að hraða uppbyggingu gagnavera og tryggja sér örgjörva og aðra íhluti sem henni fylgir.

Þessi þróun undirstrikar þá staðreynd að uppbygging gervigreindartækninnar er háð efnislegum takmörkunum. Gervigreindarlíkön eru þróuð af risavöxnum gagnaverum sem eru full af flóknum búnaði sem þarfnast flókinnar aðfangakeðju, allt frá kopar til að styrkja orkuinnviði, kísilsmálms í örgjörvaþróun og ekki síst gífurlegrar orkuframleiðslu sem þarf til að knýja þetta allt.
Þótt óljóst sé hvaða gervigreindarlíkan mun standa uppi sem sigurvegari, er öruggt að allir þátttakendur í þessu kapphlaupi muni þurfa ómælt magn af raforku og reiknigetu til að eiga möguleika á árangri. Það skapar gríðarleg tækifæri í hinum efnislega hluta virðiskeðjunnar sem knýr þessa tækni áfram. Þar liggja mikil tækifæri sem eru óháð því hvaða gervigreindarmódel mun sigra kapphlaupið, því sviðsmyndin um að gervigreindin muni yfirtaka stóran hluta af umhverfi okkar verður sífellt skýrari í núverandi umhverfi.
Áhugaverðasta tækifærið í gervigreindarbyltingunni er því kannski ekki gervigreindin sjálf, heldur íhlutirnir, innviðirnir og orkan sem halda henni gangandi. Þar sjáum við í Visku sjóðum einmitt mikil tækifæri á næstu árum og settum á fót sjóð með þessum áherslum í október sl. sem kallast Viska macro slhf.



