Magn stöðugleikamynta á Ethereum nær methæðum
Hvað þýða 1.500 milljarðar dollara í viðskiptum með stöðugleikamyntir á Ethereum? Við greinum samspil dreifstýrðs fjármálakerfis (e. DeFi) og nýs regluverks um stöðugleikamyntir.
Viðskipti með stöðugleikamyntir á Ethereum-netinu slógu nýtt met í október og fóru yfir 1.500 milljarða Bandaríkjadala, samkvæmt nýjum gögnum frá Visa. Þetta undirstrikar vaxandi umsvif Ethereum-kerfisins í raunverulegum greiðslum um allan heim.
Ein helsta ástæða mikillar umferðar í október var aukin virkni á dreifstýrðum kauphöllum (e. DeFi exchanges), þar sem stöðugleikamyntir voru mikið notaðar á kerfum eins og Uniswap. Þetta gerðist samhliða vaxandi notkun stöðugleikamynta í greiðslum til og frá fyrirtækjum. Þar hafa fyrirtæki eins og Stripe nýlega sýnt hvernig Ethereum-innviðir geta aukið skilvirkni í greiðslumiðlun í daglegri starfsemi.

Þessi vöxtur er einnig drifinn áfram af skýrara regluverki sem veitir fyrirtækjum aukið öryggi. Innleiðing MiCA-reglugerðarinnar á evrusvæðinu markar tímamót fyrir útgefendur stöðugleikamynta, skýrari reglur draga úr áhættu og óvissu og skapa bönkum og fjármálastofnunum traustan ramma utan um notkun stöðugleikamynta í starfsemi sinni.

Þessi þróun styrkir stöðu Ethereum sem leiðandi innviðar í greiðslumiðlun hins stafræna hagkerfis og markar tímamót í því hvernig stafrænir innviðir munu umbreyta viðskiptum og verslun í framtíðinni.



