Trump lofar $2.000 greiðslu til almennings í Bandaríkjunum
Greiðslur til almennings fjármagnaðar af tollatekjum gætu haft margföld áhrif í dag miðað við árið 2020, þegar fjármálakerfið var ekki jafn stafrænt og rafmyntir ekki jafn samþættar markaðnum.
Nýleg tillaga um $2.000 greiðslu til almennings í Bandaríkjunum, fjármagnaða með innflutningstollum, gæti orðið hvati fyrir aukið innflæði í rafmyntageirann. Eins og Bloomberg hefur greint frá myndi þessi stefna veita lausafé beint til bandarískra heimila. Fyrir marga á markaði rifjar þessi tilkynning strax upp efnahagsaðgerðirnar 2020-2021 (stimulus checks). Þær aðgerðir gáfu skýra fyrirmynd um hvað gerist þegar slíkt fjármagn fer inn á markaðinn.

Efnahagsaðgerðirnar 2020-2021 höfðu mælanleg áhrif á innflæði í rafmyntageirann. Greiningar frá því tímabili staðfestu beina fylgni milli dreifingar á $1.200 og $1.400 greiðslum og mikillar aukningar í kaupum almennings á rafmyntum. Coinbase greindi opinberlega frá toppi í innlánum sem námu nákvæmlega upphæð greiðslnanna, sem síðan streymdu að stórum hluta í Bitcoin. Þessar aðgerðir eru almennt taldar hafa séð nýjum hópi almennra fjárfesta fyrir upphaflegu fjármagni og þannig ýtt undir uppsveifluna í geiranum.

Erfitt er að sjá að þessi greiðsla sé skynsamleg ráðstöfun enda skulda Bandaríkin um $38.000 milljarða og skuldaaukningin virðist engan endi ætla að taka.
Þegar sambærilegar greiðslur voru framkvæmdar árið 2020 þurfti fjármagnið að finna sér leið inn í vistkerfið í gegnum tiltölulega flóknar kauphallir. Í dag væri hægt að ráðstafa þessari $2.000 upphæð beint í Bitcoin kauphallarsjóð í gegnum hefðbundinn verðbréfareikning. Þessi einföldun á aðgengi er skiptir því miklu máli fyrir mögulegt innflæði inn í rafmyntageirann. Því gæti þessi stefna, ef hún verður að veruleika, leitt til töluverðrar innspýtingar á lausafé inn á rafmyntamarkaðinn.


